Blikk og Tækniþjónustan ehf var stofnuð af Sveini Björnssyni í janúar 1992 en áður var rekið í sama húsnæði (Kaldbaksgötu 2) fyrirtækið Blikkvirki (stofnað 3.11.1988). Nú er Blikk og Tækniþjónustan staðsett í þorpinu, við Fjölnisgötu 3b.
Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf og tæknilegum lausnum er snýr að loftræsingu og getur þannig þjónustað kúnnan allt frá ráðgjöf, hönnun og teikningum til smíði, uppsetningu og þjónustu loftræsikerfa. Að auki tekur fyrirtækið að sér alla hefðbundna smíði úr þunnmálmi. Klæðningar, vatnskassaviðgerðir, flasningar og hefur á að skipa þaulvönum blikksmiðum sem hæfa hverju verkefni fyrir sig. Blikk og tækniþjónustan hefur hönnunartryggingu ásamt gæðakerfi bæði fyrir iðnmeistara og hönnuði. |